Neytendavara

Lýsi er þekktast fyrir gamla, góða þorskalýsið sem upprunnið er í hafinu kringum Ísland og hefur fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar. Lýsi framleiðir einnig aðrar tegundir af ómega-3 ríkum fiskiolíum auk annarra fæðubótarefna. Lýsi er bragðminna en áður þökk sé fullkomnari vinnslu en það er einnig fáanlegt bragðbætt eða í perluformi. Skoðaðu úrvalið hér fyrir neðan.

Þorskalýsi

Ríkt af ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA ásamt A-, D- og E-vítamínum.

Krakkalýsi er svipað þorskalýsinu en er unnið á sérstakan hátt þannig að magn A- og D- vítamína verður hæfilegt fyrir börn auk þess sem það inniheldur meira magn af ómega-3 fitusýrunni DHA sem er mikilvæg fyrir þroska heilans og taugakerfisins.

Ómega-3 fiskiolía

Framleidd úr fiskitegundum sem eru auðugar af EPA og DHA en inniheldur almennt ekki vítamín nema þeim hafi verið bætt við.

Fjölbreyttar vörur

Auk ofantalinna afurða framleiðir Lýsi einnig fjölþættari fæðubótarefni eins og Heilsutvennu og Omega3 Liðamín.

Hvað má nota saman

Vörur Lýsis eru hannaðar til að uppfylla næringarviðmiðunargildi og/eða ráðleggingar Embætti landlæknis. Almennt er óhætt að nota samtímis hvaða tvær vörur okkar án þess að fara yfir viðmiðunargildi fyrir efri mörk daglegrar meðalneyslu fyrir vítamín.

Allar_vörur

Mikið úrval heilsuvara

Vitamin D capsules

D-vítamín perlur

Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur lítið við stóran hluta ársins þarf sérstaklega að huga að inntöku D-vítamíns. Þar að auki getur reynst erfitt að ná nægu magni úr fæðu en skortur á D-vítamíni er algengur víða um heim.

shark-square-transparent

Hákarlalýsi

Perlur sem innihalda hákarlalýsi auðugu af alkýlglýseróli.

health-duet-square-transparent

Heilsutvenna

Heilsutvenna styður við daglega vítamín- og steinefnaþörf Íslendinga.

krakkaomega2018Temp

Krakka Omega

Tyggjanlegar perlur með ávaxtabragði sem innihalda ómega-3 fitusýrur auk D-vítamíns.

Krakkalysi_med_og_an_bragdefna

Krakkalýsi

Þorskalýsi unnið á sérstakan hátt svo magn vítamína verði hæfilegt fyrir börn auk þess að innihalda meira magn af ómega-3 fitusýrunni DHA en hefðbundna þorskalýsið.

omega3+D_capsules_120_250_square

Omega3 + D

Perlur með fiskiolíu auk viðbætts D-vítamíns. Fiskiolían er unnin úr fiski sem er auðugur af ómega-3 fitusýrum sem hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfi, auk þess að styðja við eðlilega sjón og heilastarfsemi.

omega3_liquid_natural_and_lemon_square

Omega3 Fiskiolía

Fiskiolía unnin úr fiski sem er auðugur af ómega-3 fitusýrum sem hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfi, auk þess að styðja við eðlilega sjón og heilastarfsemi.

omega3_capsules_120_250_square

Omega3 Fiskiolía

Perlur með fiskiolíu sem unnin er úr fiski auðugum af ómega-3 fitusýrum sem hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfi, auk þess að styðja við eðlilega sjón og heilastarfsemi.

forte-square-transparent

Omega3 Forte

Hylki sem innihalda ómega-3 fiskiolíu í formi etýlestara. Hylkin innihalda hlutfallslega meira magn af fitusýrunum EPA og DHA en aðrar vörur Lýsis.

hyal-joint-square-transparent

Omega3 Liðamín

Óþægindi eða verkir frá liðum geta dregið úr hreyfigetu og almennum gæðum daglegs lífs. Omega3 Liðamín sameinar kosti ómega-3 fitusýra og annarra efna sem hafa jákvæð áhrif á heilsu liða.

Cod_liver_oil_liquid_all_square

Þorskalýsi

Inniheldur hátt hlutfall ómega-3 fitusýra auk þess að vera auðugt af A-, D- og E-vítamínum.

cod-liver-oil-capsules-square-120-250

Þorskalýsisperlur

Gamla góða þorskalýsið í perluformi.