Umhverfi

Starfsemi Lýsis byggir á virðingu fyrir umhverfinu. Framleiðsla á hágæða lýsi er háð því að fiskistofnum í sjónum okkar sé vel viðhaldið. Fiskveiðar í hreina hafsvæðinu við Ísland eru gríðarlega mikilvæg hráefnisuppretta fyrir Lýsi.

Fyrirtækið leggur áherslu á að lágmarka sóun með því að fullnýta allt hráefni sem fæst frá sjávarútveginum. Lýsi býður upp á sjálfbærnivottaðar vörur úr fiskistofnum sem nýttir eru á ábyrgan hátt og eru ekki í útrýmingarhættu.

Lýsi þróar einnig verðmætar aukaafurðir úr því sem fellur til við lýsisframleiðsluna. Jafnframt leggur fyrirtækið áherslu á að halda áfram að nota yfir 95% af endurnýtanlegri orku og lágmarka úrgang frá framleiðslu.

Environmental sustainability
FOS certificate
MSC certificate

Vottanir

Lýsi viðheldur eftirfarandi sjálfbærnivottunum sem gerir það að verkum að viðskiptavinir geta treyst á uppruna okkar hráefnis.

FOS

Verkefni á vegum Alþjóðlegu sjálfbærnistofnunarinnar (World Sustainability Organization) til að tryggja almenningi fiskafurðir frá ábyrgum og sjálfbærum fiskveiðum.

MSC

Staðall á vegum Marine Stewardship Counsil sem ætlað er að tryggja að fiskveiðum sé stjórnað á ábyrgan hátt til að koma í veg fyrir ofveiði og tryggja framboð sjávarfangs til framtíðar.