Omega3 Fiskiolía
Omega3 fiskiolía í perluformi gerð úr fiskiolíu sem framleidd er úr fiskitegundum auðugum af ómega-3 fitusýrum.
Ómega-3 fitusýrurnar EPA og DHA stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans. DHA er auk þess eitt mikilvægasta byggingarefni í frumum heilans, augnanna og miðtaugakerfisins og stuðlar að viðhaldi eðlilegrar heilastarfsemi og sjónar.
Þar sem líkaminn myndar ekki nægjanlegt magn af EPA og DHA þurfa fitusýrurnar að berast með fæðu. Þær er helst að finna í sjávarfangi og er lýsi því góð leið til að fá þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur.
Frekari upplýsingar um heilsufarsleg áhrif af vörum Lýsis er að finna hér
Innihald
Omega-3 fiskiolía, gelatín (nautgripa), rakaefni (glyseról) E-vítamín (dl-alfa-tókóferýlasetat).
Hver perla inniheldur 500 mg af omega-3 fiskiolíu.
Ráðlagður neysluskammtur
2-3 perlur á dag fyrir 12 ára og eldri.
1-2 perlur á dag fyrir 6-12 ára.
Næringargildi
í 3 perlum
Tungumál