Þorskalýsisperlur
Gamla góða þorskalýsið í perluformi.
Hollustu þorskalýsis þekkja allir Íslendingar enda hefur það fylgt þjóðinni í gegnum aldirnar og er framleitt úr íslenskri lifur sem safnað er frá bátum og skipum um land allt. Þorskalýsi inniheldur hátt hlutfall ómega-3 fitusýra auk þess að vera auðugt af A- og D-vítamínum.
Ómega-3
Ómega-3 fitusýrurnar EPA og DHA stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans. DHA er auk þess eitt mikilvægasta byggingarefni í frumum heilans, augnanna og miðtaugakerfisins og stuðlar að viðhaldi eðlilegrar heilastarfsemi og sjónar.
Þar sem líkaminn myndar ekki nægjanlegt magn af EPA og DHA þurfa fitusýrurnar að berast með fæðu. Þær er helst að finna í sjávarfangi og er lýsi því góð leið til að fá þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur.
A- og D-vítamín
A- og D-vítamín eru mikilvæg næringarefni með margvísleg jákvæð áhrif á líkamann meðal annars á ónæmiskerfið. Þorskalýsi er góður D-vítamíngjafi sem er lykilþáttur í upptöku og nýtingu kalsíum og fosfórs í líkamanum og stuðlar þannig að eðlilegum vexti og viðhaldi beina, tanna og vöðva.
Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur lítið við stóran hluta ársins þarf sérstaklega að huga að inntöku D-vítamíns. Þar að auki getur reynst erfitt að ná nægu magni úr fæðu en skortur á D-vítamíni er algengur víða um heim. Sjá frekari upplýsingar um D-vítamín á vefsíðu Embætti Landlæknis.
Frekari upplýsingar um heilsufarsleg áhrif af vörum Lýsis er að finna hér
Innihald
Þorskalýsi, gelatín (nautgripa), rakaefni (glýseról), A-vítamín (retinýlpamítat), D-vítamín (kólekalsíferól).
Hver perla inniheldur 500 mg af þorskalýsi.
Ráðlagður neysluskammtur
3-4 perlur.
Næringargildi
í 3 perlum
Tungumál