Omega3 + D

Perlur sem innihalda ómega-3 fiskiolíu unna úr fiski sem er auðugur af ómega-3 fitusýrum ásamt D-vítamíni.


Ómega-3

Perlurnar innihalda ómega-3 fitusýrurnar EPA og DHA sem stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans. DHA er auk þess eitt mikilvægasta byggingarefni í frumum heilans, augnanna og miðtaugakerfisins og stuðlar að viðhaldi eðlilegrar heilastarfsemi og sjónar.


Þar sem líkaminn myndar ekki nægjanlegt magn af EPA og DHA þurfa fitusýrurnar að berast með fæðu. Þær er helst að finna í sjávarfangi og er lýsi því góð leið til að fá þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur.


D-vítamín

D-vítamín er lykilþáttur upptöku og nýtingu kalsíum og fosfórs í líkamanum og stuðlar þannig að eðlilegum vexti og viðhaldi beina, tanna og vöðva. Það stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.


Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur lítið við stóran hluta ársins þarf sérstaklega að huga að inntöku D-vítamíns. Þar að auki getur reynst erfitt að ná nægu magni úr fæðu en skortur á D-vítamíni er algengur víða um heim. Sjá frekari upplýsingar um D-vítamín á vefsíðu Embætti Landlæknis.

omega3+D_capsules_120_250_square
Omega3_D_Capsules_250_With_Capsules
Perlur í pökkun
omega3+D_capsules_120_250_square
Omega3_D_Capsules_120_With_Capsules
Omega3_D_Capsules_250_With_Capsules
Perlur í pökkun
omega3+D_capsules_120_250_square
Omega3_D_Capsules_120_With_Capsules

Innihald

Omega-3 fiskiolía, gelatín (nautgripa), rakaefni (glyseról), þráavarnarefni (náttúruleg tókóferól), D-vítamín (kólekalsiferól).

Hver perla inniheldur 500 mg af omega-3 fiskiolíu.

Ráðlagður neysluskammtur

2 perlur á dag fyrir 6 ára og eldri.

Næringargildi

í 2 perlum

Omega-3 fitusýrur335 mg
Þar af:
- EPA160 mg
- DHA105 mg
D-vítamín20 µg (400%)*
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna.
Embætti landlæknis ráðleggur 10 µg af D-vítamíni á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10-70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri.