Leiðandi og traustur framleiðandi lýsis á heimsvísu

Lýsi er áreiðanlegur framleiðandi á fiskiolíum sem bæta heilsu og auka lífsgæði fólks.

Lýsi factory

Fyrirtækið

Lýsi framleiðir og dreifir heilsuvörum um allan heim. Metnaðarfullt starfsfólk fyrirtækisins leggur sig fram við að veita viðskiptavinum hámarks gæði og þjónustu.

Sækja bækling

Leynivopn þjóðarinnar

Lýsi er þekktast fyrir gamla, góða þorskalýsið en framleiðir einnig margar aðrar tegundir fæðubótarefna.

Lýsi er góð byrjun á hverjum degi.

Perlur í pökkun
Factory meters

Hágæða útflutningsvörur

Verksmiðja Lýsis er búin nútímalegum og sérhæfðum vinnslubúnaði sem þarf til framleiðslu á hágæða lýsi. Þetta gerir Lýsi kleift að bjóða upp á mikið úrval af magnvöru sem uppfylla kröfur viðskiptavina um gæði og sveigjanleika.

fssc 22000 logo
GMP certified
halal control
MSC certificate
FOS certificate

Vottanir

Lýsi viðheldur eftirfarandi vottunum sem gerir það að verkum að viðskiptavinir geta treyst okkar vörugæðum.

FSSC 22000

Alþjóðlega viðurkenndur matvælaöryggisstaðall sem byggir á ISO22000 og staðfestur af Global Food Safety Initiative (GFSI).

GMP

Stendur fyrir góða framleiðsluhætti í lyfjagerð. Staðall sem ætlaður er til að lágmarka áhættu í lyfjaframleiðslu og framleiðendur lyfja þurfa að uppfylla.

Halal

Vottun á að vörur uppfylli kröfur íslamskra laga og séu því hentugar til neyslu fyrir múslima.

MSC

Staðall á vegum Marine Stewardship Counsil sem ætlað er að tryggja að fiskveiðum sé stjórnað á ábyrgan hátt til að koma í veg fyrir ofveiði og tryggja framboð sjávarfangs til framtíðar.

FOS

Verkefni á vegum Alþjóðlegu sjálfbærnistofnunarinnar (World Sustainability Organization) til að tryggja almenningi fiskafurðir frá ábyrgum og sjálfbærum fiskveiðum.

History of Lysi: Tryggvi Olafsson

Saga Lýsis

Lýsi var stofnað 1938 af Tryggva og Þórði Ólafssonum, metnaðarfullum bræðrum sem hófu þá framleiðslu og útflutning á þorskalýsi frá Reykjavík.

Í upphafi var einungis um útflutning á magnvöru að ræða en upp úr 1955 hófst framleiðsla á þorskalýsi í neytendapakkningum. Frá árinu 2005 hefur Lýsi framleitt vörur sínar í sérútbúinni verksmiðju í Reykjavík sem afkastað getur 13.000 tonnum af fullunnu lýsi á ári.

Með yfir 85 ára reynslu er Lýsi þekkt um allan heim fyrir hágæða vörur, sérþekkingu sína á framleiðslu lýsis og framúrskarandi þjónustu.