Krakka Omega

Tyggjanlegar perlur með ávaxtabragði sem innihalda ómega-3 fitusýrur auk D-vítamíns. Perlurnar henta börnum sérlega vel en einnig þeim sem vilja einhverra hluta vegna síður nota fljótandi lýsi eða kyngja perlum.


Ómega-3

Perlurnar innihalda ómega-3 fitusýrurnar EPA og DHA sem stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans. DHA er auk þess eitt mikilvægasta byggingarefni í frumum heilans, augnanna og miðtaugakerfisins og stuðlar að viðhaldi eðlilegrar heilastarfsemi og sjónar.


Þar sem líkaminn myndar ekki nægjanlegt magn af EPA og DHA þurfa fitusýrurnar að berast með fæðu. Þær er helst að finna í sjávarfangi og er lýsi því góð leið til að fá þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur.


D-vítamín

D-vítamín er lykilþáttur upptöku og nýtingu kalsíum og fosfórs í líkamanum og stuðlar þannig að eðlilegum vexti og viðhaldi beina, tanna og vöðva. Það er því sérstaklega mikilvægt fyrir börn sem eru að vaxa. Það stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.


Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur lítið við stóran hluta ársins þarf sérstaklega að huga að inntöku D-vítamíns. Þar að auki getur reynst erfitt að ná nægu magni úr fæðu en skortur á D-vítamíni er algengur víða um heim. Sjá frekari upplýsingar um D-vítamín á vefsíðu Embætti Landlæknis.

krakkaomega2018Temp
Mother and kid playing outside
Thorri thorskur a hjolabretti cool kids
krakkaomega2018Temp
Krakka_omega_pilluspjald
Mother and kid playing outside
Thorri thorskur a hjolabretti cool kids
krakkaomega2018Temp
Krakka_omega_pilluspjald

Innihald

600 mg omega-3 fiskiolía, rakaefni (glýseról), gelatín (nautgripa), umbreytt sterkja (E1404, E1420), ávaxtabragðefni, sætuefni (súkralósi), þráavarnarefni (blönduð tókóferól), D-vítamín (kólekalsiferól).

Ráðlagður neysluskammtur

2 perlur á dag fyrir 4 ára og eldri.

Næringargildi

í 2 perlum

Omega-3 fitusýrur402 mg
Þar af:
- EPA192 mg
- DHA126 mg
D-vítamín10 µg (200%)*
*Hlutfall af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna.
Embætti landlæknis ráðleggur 10 µg af D-vítamíni á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10-70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri.