Heilsa
Vörur Lýsis eru ríkar af ómega-3 fitusýrunum EPA og DHA ásamt A- og D-vítamínum sem eru nauðsynleg næringarefni fyrir starfsemi líkamans. Þau þurfa að berast með fæðu þar sem líkaminn myndar þau ekki.
Eftirfarandi heilsufullyrðingar er studdar af fjölda vísindalegra rannsókna og hafa allar verið staðfestar að Matvælastofnun Evrópu.
Almennt
Húð
A-vítamín hefur jákvæð áhrif á húðina.
Blóðþrýstingur
Dagleg inntaka á 3 g af EPA og DHA stuðlar að viðhaldi eðlilegs blóðþrýstings.
Heili
DHA hefur jákvæð áhrif á heilastarfsemi.
Beint og tennur
D-vítamín hefur jákvæð áhrif á bein og tennur.
Kólesteról
Ómega-3 fitusýrur í stað mettaðrar fitu í fæði stuðla að eðlilegum kólesterólstyrk í blóði. Hátt kólesteról er áhættuþáttur í þróun kransæðasjúkdóma.
Vöðvar
D-vítamín hefur jákvæð áhrif á vöðvana.
Sjón
DHA og A-vítamín stuðla að viðhaldi eðlilegrar sjónar.
Þríglýseríð
Dagleg inntaka á 2 g af EPA og DHA stuðlar að eðlilegu magni þríglýseríða í blóði.
Ónæmiskerfi
A- og D-vítamín hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Hjarta
EPA og DHA hafa jákvæð áhrif á starfsemi hjartans.
Fall
Fall er áhættuþáttur í beinbrotum hjá körlum og konum sem eru 60 ára og eldri en D-vítamín stuðlar að minni áhættu á falli sem tengist ójafnvægi í líkamsstöðu og vöðvaslappleika.
Móðir og barn
Sjón
Dagleg inntaka á 100 mg af DHA stuðlar að eðlilegri þroskun sjónar hjá ungbörnum að 12 mánaða aldri.
Bein
D-vítamín hefur jákvæð áhrif á vöxt og þroskun beina í börnum.
Ónæmiskerfi
D-vítamín stuðlar að eðlilegri virkni ónæmiskerfisins í börnum.
Heili
Dagleg inntaka móður á 20 mg DHA, til viðbótar við ráðlagðan dagskammt af EPA og DHA, stuðlar að eðlilegri þroskun heila í fóstrum og brjóstmylkingum.
Augu
Daglega inntaka móður á 200 mg DHA, til viðbótar við ráðlagðan dagskammt af EPA og DHA, stuðlar að eðlilegri þroskun augna í fóstrum og brjóstmylkingum.
Heilsutvenna
Auk ómega-3 fitusýra og A- og D-vítamína er Heilsutvennan rík af B-vítamínum, C-vítamíni og steinefnum. Allt eru þetta næringarefni sem líkaminn þarfnast fyrir eðlilega starfsemi.
Eftirfarandi heilsufullyrðingar eru vel studdar af vísindalegum rannsóknum og hafa allar verið staðfestar af Matvælastofnun Evrópu.
Blóð
Ríbóflavín hefur jákvæð áhrif á járnupptöku og viðhald rauða blóðkorna. Pýridoxín og B12 vítamín hafa jákvæð áhrif á blóðmyndun.
Vöðvar
Magnesíum hefur jákvæð áhrif á vöðvastarfsemi.
Hjarta
Þíamín og magnesíum hafa jákvæð áhrif á starfsemi hjartans.
Húð, hár og neglur
C-vítamín, ríbóflavín, níasín, bíótín og sink hafa jákvæð áhrif á húð. Bíótín, selen og sink hafa jákvæð áhrif á viðhald hárs og/eða nagla.
Taugakerfi
B-vítamín, C-vítamín og magnesíum hafa jákvæð áhrif á taugakerfið.
Efnaskipti
B-vítamín, C-vítamín og steinefni hafa jákvæð áhrif á orkuefnaskipti og/eða þreytu og lúa.
Geð
Þíamín, níasín, pýridoxín, fólinsýra, B-12 vitamín, C-vítamín og magnesíum hafa jákvæð áhrif á geð. Pantóþensýra og sink hafa jákvæð áhrif á andlega frammistöðu eða vitsmunalega starfsemi.
Ónæmiskerfi
Pýridoxín, fólínsýra og B-12 vítamín, selen, sink og C-vítamín hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
Bein og tennur
C-vítamín, magnesíum, mangan og sink hefur jákvæð áhrif á bein og/eða tennur.
Frjósemi
Selen hefur jákvæð áhrif á sæðismyndun. Sink hefur jákvæð áhrif á frjósemi, æxlun og styrk testósteróns í blóði.
Skjaldkirtill
Selen hefur jákvæð áhrif á starfsemi skjaldkirtilsins.
Sjón
Ríbóflavín og sink hafa jákvæð áhrif á sjónina.
Tungumál