Meðferð upplýsinga

Lýsi virðir rétt þeirra sem rata inn á vefsvæði fyrirtækisins. Þær upplýsingar sem safnað er saman um notkun síðunnar verða einungis notaðar í samræmi við það sem hér er sagt og í samræmi við lög. Lýsi mun gera það sem á valdi þess er til að tryggja öryggi upplýsinga um heimsóknir á vefinn þannig að þriðji aðili komist ekki í þær. Þá mun fyrirtækið ekki veita þriðja aðila neinar upplýsingar án samþykkis viðkomandi. Þrátt fyrir að Lýsi geri það sem á valdi þess er til að tryggja öryggi heimasíðugesta getur fyrirtækið ekki tekið ábyrgð á upplýsingum sem þriðji aðila kann að hafa aflað og notað á ólögmætan hátt.

Lagalegur fyrirvari

Lýsi á höfundarrétt að öllum þeim upplýsingum sem birtast á vef fyrirtækisins og leitast fyrirtækið við að hafa þær upplýsingar eins réttar og unnt er. Þeim sem heimsækja vefsvæðið er heimilt að sækja upplýsingar til einkanota en óheimilt er að nýta þær í viðskiptalegum tilgangi. Óheimilt er að endurbirta, dreifa eða breyta efni vefsins nema með skriflegu leyfi Lýsis. Lýsi getur ekki ábyrgst að allar upplýsingar sem birtar eru séu réttar og tekur ekki ábyrgð á skaða sem einhver telur sig hafa orðið fyrir vegna upplýsinga sem birst hafa á vef fyrirtækisins.

Vefsvæðið kann að bjóða upp á tengimöguleika við önnur vefsvæði. Þeir eru einungis til þæginda fyrir notendur vefsvæðis Lýsis. Lýsi ber enga ábyrgð á því sem birt er á slíkum vefsvæðum og tekur ekki ábyrgð á skaða sem einhver telur sig hafa orðið fyrir vegna efnis sem birtist á vefsvæðum annarra.

Vöru- og þjónustumerki og vöruheiti fyrirtækisins eru varin að lögum og notkun þeirra í viðskiptalegum tilgangi er með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Lýsis.

Lýsi er ekki skylt að uppfæra það sem fram kemur á vefnum og kunna upplýsingar, sem þar birtast, að breytast án fyrirvara.

Lagalegar kröfur eða kærur sem rekja má til notkunar vefsvæðisins skulu byggðar á íslenskum lögum og reknar fyrir dómstólum í Reykjavík.