Gæði

Gæði eru í miklum forgangi hjá Lýsi, enda skipta þau höfuðmáli við framleiðslu heilsuvara. Þess vegna kappkostum við að framleiða og afhenda vörur sem uppfylla almennar þarfir og kröfur viðskiptavina okkar.

Áhrifarík gæðastjórnun með virkri þátttöku og stuðningi stjórnenda og starfsmanna er lykillinn að því að tryggja vörugæði og góða þjónustu.

Lýsi hefur komið á fót vottuðu gæðastjórnunarkerfi sem uppfyllir íslenska og evrópska löggjöf um framleiðslu matvæla og virkra efna til lyfjagerðar. Gæðastjórnunarkerfið er í stöðugri endurskoðun til að bæta gæði og öryggi á okkar vörum og þjónustu.

Þessu til staðfestingar er Lýsi vottað samkvæmt alþjóðlega viðurkennda matvælaöryggisstaðlinum FSSC22000 og GMP lyfjastaðlinum.   

Quality
fssc 22000 logo
GMP certified
halal control
AOCS Approved Chemist

Vottanir

Lýsi viðheldur eftirfarandi vottunum sem gerir það að verkum að viðskiptavinir geta treyst okkar vörugæðum.

FSSC 22000

Alþjóðlega viðurkenndur matvælaöryggisstaðall sem byggir á ISO22000 og staðfestur af Global Food Safety Initiative (GFSI).

GMP

Stendur fyrir góða framleiðsluhætti í lyfjagerð. Staðall sem ætlaður er til að lágmarka áhættu í lyfjaframleiðslu og framleiðendur lyfja þurfa að uppfylla.

Halal

Vottun á að vörur uppfylli kröfur íslamskra laga og séu því hentugar til neyslu fyrir múslima.

AOCS Approved Chemist

Byggir á árangri í alþjóðlegum samanburðarprófunum milli rannsóknastofa á vegum félags amerískra fituefnafræðinga (AOCS).