D-vítamín perlur

D-vítamín er lykilþáttur upptöku og nýtingu kalsíum og fosfórs í líkamanum og stuðlar þannig að eðlilegum vexti og viðhaldi beina, tanna og vöðva. Það stuðlar einnig að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.

Á norðlægum slóðum þar sem sólar nýtur lítið við stóran hluta ársins þarf sérstaklega að huga að inntöku D-vítamíns. Þar að auki getur reynst erfitt að ná nægu magni úr fæðu en skortur á D-vítamíni er algengur víða um heim.

Embætti Landlæknis ráðleggur 10 µg á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10 til 70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri. Mikilvægt er að árétta að ráðlagðir dagskammtar miðast við að viðhalda fullnægandi styrk D-vítamíns í blóði en miðast ekki við að leiðrétta D-vítamínskort.

Sjá frekari upplýsingar á vefsíðu Embætti Landlæknis.

Vitamin D capsules
Perlur í pökkun
Perlur
Vitamin D capsules
Eye - landscape sun cliff
Perlur í pökkun
Perlur
Vitamin D capsules
Eye - landscape sun cliff

Innihald

Omega-3 fiskiolía, gelatín (nautgripa), rakaefni (glyseról), D-vítamín (kólikalsiferól).

Hver perla inniheldur 150 mg af omega-3 fiskiolíu.

Ráðlagður neysluskammtur

1-2 perlur fyrir 12 ára og eldri.

Næringargildi

í 1 perlu

Omega-3 fitusýrur50 mg
Þar af:
- EPA24 mg
- DHA15 mg
D-vítamín25 µg (500%)*
* % af næringarviðmiðunargildi fyrir fullorðna
Embætti landlæknis ráðleggur 10 µg af D-vítamíni á dag fyrir börn yngri en 10 ára, 15 µg fyrir 10-70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri.