Omega3 Liðamín

Óþægindi eða verkir frá liðum geta dregið úr hreyfigetu og almennum gæðum daglegs lífs. Omega3 Liðamín sameinar kosti ómega-3 fitusýra og annarra efna sem hafa jákvæð áhrif á heilsu liða.


Hver skammtur samanstendur af tveimur liðamínhylkjum og einu hylki af ómega-3 fiskiolíu.


Liðamíntaflan inniheldur lykilefni fyrir virkni liða eins og hýalúronsýru, kondróítínsúlfat og C-vítamín.

Hýalúronsýra er að finna í brjóski og er eitt af meginefnum í liðvökva. Seigfljótandi efni sem hefur það hlutverk að “smyrja” og viðhalda mýkt í liðamótum.

Kondróítínsúlfat er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Í öllum liðum er liðbrjósk, sem er mýkra en bein og ásamt seigum liðvökvanum gefur það liðnum áreynslulausa mýkt.

C-vítamín hefur jákvæð áhrif á myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og brjósks. Kollagen er meginuppistaða í ýmsum tengivefjum líkamans.


Fiskiolíuhylkið inniheldur ómega-3 fitusýrurnar EPA og DHA sem stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans. DHA er auk þess eitt mikilvægasta byggingarefni í frumum heilans, augnanna og miðtaugakerfisins og stuðlar að viðhaldi eðlilegrar heilastarfsemi og sjónar.


Þar sem líkaminn myndar ekki nægjanlegt magn af EPA og DHA þurfa fitusýrurnar að berast með fæðu. Þær er helst að finna í sjávarfangi og er lýsi því góð leið til að fá þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur.


Frekari upplýsingar um heilsufarsleg áhrif af vörum Lýsis er að finna hér

hyal-joint-square-transparent
Morgunmatur og lidamin i brefi
Man hiking
hyal-joint-square-transparent
Lidamin_pakki_pilluspjald
Morgunmatur og lidamin i brefi
Man hiking
hyal-joint-square-transparent
Lidamin_pakki_pilluspjald

Innihald

1000 mg omega-3 fiskiolía (sem etýlesterar), gelatín (nautgripa), rakaefni (glýseról), þrávarnarefni (blönduð tókóferól). 

Ráðlagður neysluskammtur

1 fiskiolíuhylki og 2 liðamíntöflur.

Næringargildi

í 1 hylki

Omega-3 fitusýrur620 mg
Þar af:
- EPA310 mg
- DHA205 mg