Mannauðsstefna Lýsis

Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.

Mannauðurinn

Lýsi leggur áherslu á að viðhalda og rækta mannauðinn. Við leitumst því öll við að:

  • Ráða til okkar fólk sem býr yfir þeirri hæfni, menntun og starfsreynslu sem þörf er á.

  • Taka vel á móti nýju starfsfólki og standa skipulega að þjálfun þess.

  • Stuðla að jákvæðri starfsþróun með upplýsingum, fræðslu og endurgjöf.

  • Sýna frumkvæði og áhuga á uppbyggingu og viðhaldi þekkingar innan fyrirtækisins.

  • Sýna virðingu og sveigjanleika við starfslok.

Samskipti

Við temjum okkur góð samskipti með okkar siðareglum og gildum að leiðarljósi.

Einelti, áreitni og ofbeldi er ekki liðið innan Lýsis. Brugðist verður við slíkum málum samkvæmt viðbragðsáætlun.

Vinnustaðurinn

Áhersla er lögð á að hafa góðan aðbúnað á vinnustað og starfsfólk hvatt til heilbrigðs lífernis.

Starfsfólk sýnir vinnustaðnum og samstarfsfólki sínu hollustu og virðingu með góðri umgengni og ábyrgri framkomu.

Jafnrétti

Lýsi býður starfsfólki jöfn kjör og tækifæri og hefur mótað sér jafnréttis- og jafnlaunastefnu.

Lýsi viðheldur siðferðismati til að hlúa að mannréttindum.

Persónuvernd

Lýsi mun gæta þess að öll vinnsla persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um persónuvernd og hefur mótað sér persónuverndarstefnu.

Lýsi factory