
Lýsi
Allt mitt líf
Lísa hefur átt góða ævi, því eins og hjá svo mörgum Íslendingum hefur lýsi fylgt henni alla tíð, frá barnæsku og inn í fullorðinsár. Saga hennar er ein af mörgum, því allir Íslendingar eiga sína lýsissögu. Lýsi er hluti af daglegu lífi, minningum og hefðum sem ganga milli kynslóða.
Í áratugi hefur Lýsi hf. stutt við heilsu landsmanna með vönduðum og traustum vörum. Lýsi hentar fólki á öllum aldri og styður við heilsu á öllum æviskeiðum, allt lífið.


Minningin um lýsisgjafir er sterk í hugum margra
Lýsiskonan
Lýsisgjafir voru teknar upp snemma á fjórða áratug 20. aldar, á tímum þegar heilsufar skólabarna var víða bágborið. Lýsi var þá hellt ofan í börn, mörgum eflaust til lítillar ánægju. Árangurinn lét þó ekki á sér standa og áttu lýsisgjafir stóran þátt í bættri heilsu skólabarna á þessum tíma.
Í dag er öldin önnur og lýsisgjafir fyrir löngu liðin tíð. Lýsi er nú bragðminna en áður, þökk sé fullkomnari vinnslu, og er hluti af morgunverðarrútínu margra. Auk þess er lýsi í boði á flestum leikskólum.
Á öllum æviskeiðum
Lýsi hefur fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar og styður við heilsu fólks allt lífið, kynslóð eftir kynslóð.
Skoða vörur


Tungumál









