Framleiðsla
Með nýrri verksmiðju í Reykjavík árið 2005 og stækkun hennar 2012 býr Lýsi yfir einni stærstu og þróuðustu framleiðslu sinnar tegundar í heiminum. Verksmiðjan er einstaklega vel búin mjög sérhæfðum framleiðslubúnaði fyrir lýsisvinnslu og er sértaklega hönnuð fyrir sveigjanleika og sérsniðnar lausnir. Með staðsetningu sinni á Íslandi hefur Lýsi tryggt sér gott aðgengi að hráefni, endurnýjanlegri orku og hreinu vatni til framleiðslunnar.
Ferli
Vinnsluferli lýsis samanstendur af afsýringu, bleikingu, kaldhreinsun, eimingu og aflyktun. Búnaðurinn hefur verið sérstaklega hannaður til að lágmarka oxun lýsisins og fjarlægja bragð og lykt í lokaafurðinni með náttúrulegum hætti.
Sveigjanleg framleiðsla
Lýsi býr yfir mikilli sérþekkingu á framleiðslu lýsisafurða úr íslensku sjávarfangi og innfluttu hrálýsi frá öðrum heimshlutum. Fyrirtækið notar reynslu sína og afkastamikinn búnað til að bjóða viðskiptavinum sínum fjölbreytt úrval af náttúrulegum heilsuvörum.
Tungumál