Magnvara

Þótt Lýsi sé ef til vill þekktast hérlendis fyrir vörur sem seldar eru í verslunum á Íslandi þá felst starfsemi fyrirtækisins að mestu leyti í útflutningi á ýmsum fiskiolíum. Lýsi flytur meðal annars út þorskalýsi, túnfisklýsi, laxalýsi, ómega-3 fiskiolíu og ómega-3 þykkni. Þessar vörur eru seldar í stórum einingum og eru kaupendur erlendir framleiðendur sem endurpakka afurðunum eða nota þær sem hráefni í sínar vörur. Viðskiptavinir geta fengið þær staðlaðar með viðeigandi magni A-, D- og/eða E-vítamína, andoxunarefna og/eða bragðefna.   

Magnvara frá Lýsi er laus við öll erfðabreytt efni og vörurnar ætlaðar til manneldis en geta einnig nýst til m.a. lyfjagerðar og í gæludýramat. Þessar vörur fyrirtækisins einkennast af miklum gæðum og eru framleiddar eftir ströngum matvæla- og lyfjastöðlum.

Verksmiðja Lýsis er búin mjög sérhæfðum tækjabúnaði sem þarf til að framleiða hágæða lýsi. Þannig getur Lýsi boðið upp á fjölbreytt úrval vara sem uppfylla kröfur viðskiptavina til gæða og sveigjanleika.

Lysi barrels

Lýsi býður upp á hágæða fiskiolíur til stórnotenda bæði sem matvæli og til lyfjaframleiðslu.

Lýsi byggir á áratuga reynslu og hefur ætíð verið í fremstu röð framleiðslufyrirtækja á fiskiolíum í heiminum. Tilkoma nýrra verksmiðja árin 2005 og 2012 hefur svo tryggt fyrirtækinu forystu á sínu sviði um ókomin ár. Verksmiðjurnar gera fyrirtækinu kleift að bjóða upp á fjölbreytt úrval lýsisafurða í hæsta gæðaflokki.

b2bthumb