Störf í boði
Þar sem mannauðurinn er ein verðmætasta auðlind Lýsis leggur Lýsi metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.
Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.
Stefnur Lýsis í mannauðsmálum og jafnréttis- og jafnlaunamálum.

Laus störf
Starfsmaður í pökkun
Um er að ræða starf í pökkun neytendavara þar sem keyrðar eru þrjár pökkunarlínur, flöskuáfylling fyrir fljótandi lýsi, töflu/hylkjaáfylling í glös og álþynnupökkun fyrir hylki og töflur.
Sem starfsmaður í pökkun gegnir þú mikilvægu hlutverki í framleiðsluferli okkar. Þú ásamt pökkunarteyminu sérð til þess að vörum okkar sé pakkað rétt og samkvæmt gæðastöðlum.
Við bjóðum upp á jákvætt og vinalegt vinnuumhverfi þar sem samstarfsfólk er tilbúið að aðstoða.
Áhugasöm eru hvött til að sækja um hér á Alfreð.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Starfstegund Fullt starf
Liðsfélagi á vaktir við vélgæslu
Viltu taka þátt í framleiðslu á einni þekktustu heilsuvöru heims? Viltu fá frí í fjóra daga á milli vakta?
Lýsi leitar að kraftmiklum liðsfélaga til starfa við framleiðslu í nýlegri og tæknilegri verksmiðju. Við bjóðum upp á gott vinnuumhverfi og fjölbreytt verkefni. Hvert vaktateymi samanstendur af þremur einstaklingum. Unnið er á 8 tíma vöktum þar sem hvert vaktatímabil er 6 dagar og svo 4 daga frí á milli. Vaktatímabil róterast á milli dagvakta (8:00-16:00), kvöldvakta (16:00-24:00) og næturvakta (00:00-8:00).
Áhugasöm eru hvött til að sækja um hér á Alfreð. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum svarað.
Starfstegund Vaktavinna, Fullt starf
Starfsmaður á lager
Lýsi leitar að öflugum og áreiðanlegum starfsmanni á lager. Ef þú hefur áhuga á að vinna í líflegu umhverfi hjá traustu fyrirtæki, þá er þetta rétta starfið fyrir þig.
Starfstegund Fullt starf
Almenn umsókn
Almenn umsókn um starf hjá Lýsi
Viltu slást í hópinn? Sendu okkur almenna umsókn.
Vinnustaðurinn Lýsi
Hjá Lýsi starfar öflugur og fjölbreyttur hópur fólks. Er það markmið Lýsis að gera starfsfólk þátttakendur í velferð fyrirtækisins og skapa þannig sterka liðsheild sem vinnur að sama marki. Starfsemin byggir á samhentum og jákvæðum mannauði sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi.
Þar sem mannauðurinn er ein verðmætasta auðlind Lýsis leggur Lýsi metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.
Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.
Við hvetjum öll áhugasöm til að sækja um starf hjá Lýsi.
Vel útfyllt umsókn eykur möguleika á starfi.
Starfstegund Fullt starf
Tungumál