Störf í boði

Þar sem mannauðurinn er ein verðmætasta auðlind Lýsis leggur Lýsi metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.

Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.

Stefnur Lýsis í mannauðsmálum og jafnréttis- og jafnlaunamálum.


Lysi the building

Laus störf

Vanur vélamaður í viðhald

English below

Lýsi leitar að vönum vélamanni í viðhald

Leitum að drífandi manneskju með fjölbreytta reynslu í viðhaldi véla nýlegrar og tæknilegrar verksmiðju að Fiskislóð í Reykjavík. Þar fer fram reglubundið viðhald á vélum og búnaði verksmiðjunnar. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf á vel tækjum búnu verkstæði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Viðhald á framleiðslubúnaði
  • Tilfallandi viðhald á húsnæði
  • Eftirlit og kvörðun mæla sem tengjast framleiðsluferli
  • Stjórnun og viðhald stoðkerfa

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Vélstjórn, vélvirkjun eða sambærileg menntun
  • Fjölbreytt reynsla af viðhaldi véla og tækja
  • Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund

Áhugasöm eru hvött til að sækja um hér á Alfreð. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum svarað.

   ------

Workshop technician
Lysi is looking for an experienced maintenance mechanic

We are seeking for a driven individual with a broad range of experience to join our maintenance department, located in a state-of-the-art factory at Fiskislóð in Reykjavík. The role primarily involves the regular maintenance of the factory's machinery and equipment. The position offers a dynamic and stimulating job within a supportive working environment.

Field of work:
• Maintenance of production equipment.
• Occasional maintenance of premises.
• Monitoring and calibration of meters related to the production process.
• Management and maintenance of support systems.

Qualifications:
• Mechanical engineering, mechanics or similar education.
• Wide range of experience in machine and equipment maintenance.
• Accuracy and independence in working methods.
• Good communication and customer service skills.

Interested parties are encouraged to apply through Alfreð. All applications will be handled with confidentiality, and all applications answered.
It is desirable that the ideal candidate would be available to start work at the earlies opportunity.

Lýsi is a well-established company that produces health products from marine products and exports to over 70 countries. The activities are based on a cohesive and positive staff whose guiding principles are quality and service. At Lýsi, a diverse and amusing group of people works, and it is Lýsi's goal to make the staff participants in the company's well-being and thus create a strong team that competes for the same goal. Lýsis' working spirit is characterized by honesty, positivity, responsibility and respect.
Lýsi employs around 130 people and has offices in Reykjavik and Thorlakshofn.
Learn more about Lýsi at www.lysi.com.

Starfstegund Fullt starf

Umsóknarfrestur 18.09.2024

Skoða starf
general-application-image

Almenn umsókn

Ef þú sérð ekkert laust starf hér á síðunni en ert að leita þér að starfi, bjóðum við þér að senda okkur almenna umsókn.

Skoða starf