Störf í boði

Þar sem mannauðurinn er ein verðmætasta auðlind Lýsis leggur Lýsi metnað í að taka vel á móti nýju starfsfólki og hlúa að menntun og þjálfun þess svo þau geti leyst störf sín af hendi með sóma og líði vel í starfi. Lýsi vill ráða og halda hæfu starfsfólki sem notar uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, þar sem jöfn laun og jafnrétti eru lögð til grundvallar.

Menning Lýsis einkennist af heiðarleika, jákvæðni, ábyrgð og virðingu.

Stefnur Lýsis í mannauðsmálum og jafnréttis- og jafnlaunamálum.


Lysi the building

Laus störf

Sérfræðingur í gæðatryggingu

Við leitum að hæfileikaríkum og reyndum sérfræðingi í starf á sviði gæðatryggingar til að ganga til liðs við okkur í Lýsi.

Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf þar sem þú kemur til með að gegna lykilhlutverki í að tryggja að vörur okkar uppfylli ströngustu gæðakröfur í samstarfi við öflugan og þéttan hóp gæðatryggingar.

Starfstegund Fullt starf

Umsóknarfrestur 24.06.2024

Skoða starf
general-application-image

Almenn umsókn

Ef þú sérð ekkert laust starf hér á síðunni en ert að leita þér að starfi, bjóðum við þér að senda okkur almenna umsókn.

Skoða starf