Markaðir

Lýsi er flutt út sem magnvara, fyrst og fremst til matvæla- og lyfjaframleiðanda í yfir 70 löndum. Lýsi flytur einnig út neytendavörur, pakkaðar í verksmiðju fyrirtækisins í Reykjavík, til yfir 30 landa. Þessar neytendavörur eru ýmist seldar undir vörumerkjum Lýsis eða undir eigin vörumerki viðskiptavinarins.

Margir viðskiptavina okkar hafa fylgt okkur í áratugi og listi Lýsis yfir ánægða viðskiptavini heldur áfram að stækka.

Þrátt fyrir að vera fyrst og fremst útflutningsfyrirtæki hefur myndast mikilvægur markaður hérlendis. Lýsi er með um 85% markaðshlutdeild á íslenskum ómega-3 bætiefnamarkaði, en ýmsar neytendavörur eru til sölu í verslunum og stórmörkuðum á Íslandi.

lysi-section-product-crop